Áhugi bílaframleiðenda á sýningum fer dvínandi
Í kjölfar árlegu bílasýningarinnar í Frankfurt sem fram fór á dögunum velta sérfræðingar því fyrir sér hver framtíð bílasýninga er í raun og veru. Áhugi bílaframleiðenda hefur farið dvínandi síðustu ár en á sýningunni í Frankfurt völdu nokkrir framleiðendur að taka ekki þátt.
Bílaframleiðendur á borð við Toyota, Kia, Volvo og Nissan voru ekki með í Frankfurt að þessu sinni. Þýsku bílaframleiðendurnir Mercedes Benz og BMW voru með mun minna sýningarsvæði ár sem segir ennfremur sína sögu..
Sérfræðingar eru á einu máli um að tímarnir séu breyttir og upplýsingaflæðið almennt sé allt annað og betra en það var fyrir nokkrum árum síðan. Umræðan og umfjöllun um bíla tengist meira rækni sem tekur gríðarlegum breytingum með hverju árinu og eins málefnum sem snúa að samgöngum. Þetta sé það sem mun fá meira rými í kynningum á bílum í framtíðinni.