Einbreiðum brúm fækkar um þrjár á árinu
Ef áætlanir ganga eftir mun einbreiðum brúm á Hringveginum fækka um þrjár á þessu ári. Þeim mun síðan fækka aftur um sama fjölda á árinu 2021. Um 36 einbreiðar brýr eru á landinu núna.
Nú standa yfir framkvæmdir við byggingu tveggja brúa sem Ístak er að byggja fyrir Vegagerðina við Hringveginn á Suðurlandi. Vinna við brýnarnar yfir Steinavötn í Suðursveit og Kvía í Öræfum ganga vel og að öllu óbreyttu verða þær teknar í notkun í haust. Tafir hafa hins vegar orðið á byggingu brúarinnar yfir Fellsá í Suðursveit sem og Brunná í Fljótshverfi.
Til stendur að byggja nýja brú á Jökulsá á Sólheimasandi og Hverfisfljót í Skaftárhreppi en útboð á þeim framkvæmdum hefur ekki farið fram.