Einn af hverjum fimm segjast hafa ekið undir áhrifum í Noregi
Ölvun í umferðinni getur haft alvarlegar afleiðingar. Engu að síður segja 18%, sem svarar til 787.000 Norðmanna, að þeir hafi ekið undir áhrifum einu sinni eða oftar. Þetta kemur fram í könnun sem nýlega var unin í Noregi. Þegar jólaundirbúningurinn stendur sem hæst með jólaboðum þýðir það aukna hættu á að einhver setjist undir stýri undir áhrifum áfengis eða annara efna eins og dæmin hafa sannað.
Í landsbundinni könnun sem Respons Analyse framkvæmdi fyrir Fremtind í Noregi, svöruðu 18% svarenda að þeir hefðu einu sinni eða oftar ekið undir áhrifum áfengis eða annarra efna. Umtalsvert fleiri karlar eru staðnir að verki, eða 26%, samanborið við 10% kvenna. Könnunin var framkvæmd af Respons Analyse í lok nóvember 2024, með 1.018 þátttakendum.
,,Þetta eru hrikalegar tölur. Þegar við erum undir áhrifum, skerðist dómgreind okkar, áhættuskilningur og viðbragðsflýtir. Því eiga ölvun og bifreiðaakstur alls ekki saman.“ segir Therese Hofstad-Nielsen fulltrúi hjá Fremtind.
1 af 5 banaslysum við stýri má rekja til ölvunar
Í fyrra létu 110 manns lífið í umferðinni á norskum vegum, og samkvæmt ítarlegri greiningu frá Vegagerðinni hefur akstur undir áhrifum verið líkleg meðvirkandi ástæða í 20% þessara banaslysa.
Stig Eid Sandstad, sem stýrir Ung i trafikken, segir að það sé ótrúlega sorglegt að 22 einstaklingar hafi láti lífið í umferðinni vegna ölvunaraksturs.
12 tímar eru ekki alltaf nóg
Til að vita hvenær það er öruggt að aka daginn eftir, halda margir sig við 12 tíma regluna. Í könnuninni telja svarendur að það taki að meðaltali 11,6 tíma áður en einstaklingur geti aftur ekið bíl eftir að hafa drukkið áfengi.
,,Því miður er 12 tíma reglan ekki traust, því hve mikið við verðum ölvuð fer eftir mörgum þáttum, svo sem þyngd, vöðvamassa, kyni og stærð skammta sem þú drekkur. Við þurfum öll að taka ábyrgð á eigin hegðun í umferðinni. Ef þú ert í vafa um hvort þú sért ökufær, átt þú að láta bílinn standa, segir Hofstad-Nielsen.