Eitruð loftmengun skemmtiferðaskipa
Eitruð loftmengun skemmtiferðaskipa
Eitruð loftmengun frá skemmtiferðaskipum við hafnir er er meiri nú en fyrir heimsfaraldur. Ný samgöngu- og umhverfisrannsókn frá evrópsku umhverfisverndarsamtökunum Transport & Environment (T&S) sýnir að hafnarborgir Evrópu eru að kafna í loftmengun. Á síðasta ári losuðu 218 skemmtiferðaskip jafn mikið af brennisteinsoxíðum (SOx) og 1 milljarður bíla. Þetta gerist Þrátt fyrir Evrópu innleiðingu á viðmiðun Sameinuðu þjóðanna um takmörkun á brennisteinslosun skipa frá 2020. Loftmengun við höfnina í Feneyjum frá skemmtiferðaskipum dróst saman um 80% í kjölfar banns borgarinnar á komu stórra skemmtiferðaskipa. Að mati T&A sýnir bannið í Feneyjum að hægt er að stemma stigum við loftmengun frá skemmtiferðaskipum. T&E kallar einnig eftir aukinni rafvæðingu hafna til að bjarga mannslífum.
Í heimsfaraldrinum dró verulega úr loftmengun í hafnarborgum. Núna hefur þróunin farið á verri veg og ferðamannastaðir eins og Barselona og Aþena verða fyrir eitraðri loftmengun sem aldrei fyrr. Bann líkt og í Feneyjum er ein leið til að takast á við mengun en það þarf einnig að auka aðgengi skipa að rafmagni í höfnum þannig að ekki þurfi að keyra mengandi dísilvélar í landlegu.
Frá árinu 2019 hefur floti skemmtiferðaskipa, viðvera í kringum hafnir og eldsneytisnotkun aukist um fjórðung (23%-24%). Þessu fylgir 9% aukning losunar á brennisteinsoxíði SOx, 18% í losun á nituroxíði NOx og 25% í losun sóts og svifryks - PM 2,5 - sem allt eru óheilnæm loftmengandi efni.
Ísland á topp tíu yfir mengun
Í skýrslunni er Ísland meðal þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestri mengun frá skemmtiferðaskipum. Samkvæmt frétt á RÚV í dag skiluðu skipin 371 tonni af brennisteinsdíoxíði sem er umfram losunina frá öllum bílaflota landsmanna.
Í frétt RÚV kemur fram að 280 skemmtiferðaskip leggi að bryggju í höfnum Faxaflóahafna í ár. Haft er eftir Gunnari Tryggvasyni hafnarstjóra að markvisst hafi verið unnið að því að auka vöktun og draga úr mengun. Settir hafi verið upp mælar til að fylgjast með loftgæðum í kringum Sundahöfn. Ekkert er talað um mengunarmælingar við höfnina út frá Kvosinni í miðborg Reykjavíkur í fréttinni.
Gunnar segir á RÚV að í vor hafi Faxaflóhafnir fengið lagaheimild til að refsa eða ívilna skipum út frá útlosun á mengandi efnum. Hafnarstjórinn segir að varanlega lausnin sé að tengja skipin við rafmagn. Landtenging er komin fyrir fraktskip á Sundabakka en allt að þrjú ár gætu liðið áður stóru skipin frá landtaug.
Þetta eru tölur um og yfir tvo milljarða sem þetta kostar. Þetta er á fjárhagsáætlun en við höfum líka leitað eftir því að fá aðstoð við þetta frá opinberum sjóðum og sjáum til hvort að þeir séu tilbúnir til að gera þetta með okkur.
Eiga ekki þeir sem menga að borga framkvæmdakostnaðinn? Það er ekki sæmandi að ætla almennum íslenskum skattgreiðendum að borga niður mengun vegna heimsókna erlendra skemmtiferðaskipa.
Í frétt á Vísi um mengun skemmtiferðaskipa er haft eftir Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra Umhverfisstofnunar að losun skemmtiferðaskipa sé stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum.