Ekki hætta í Oddsskarðsgöngum
Vegagerðin telur að vegfarendur séu ekki í hættu í Oddskarðssöngum vegna grjóthruns. Fræðimenn jarðgangadeildar Vegagerðarinnar skoðuðu göngin í síðustu viku og er þetta niðurstaða þeirra. Grjóthrun í göngunum var nokkuð í fréttum fjölmiðla fyrr í sumar.
Grjóthrun í göngunum. Farðu inn á ábyrgð ríkisins stendur á skiltinu til hægri. Skiltið var hluti hvatningar fránotendum ganganna til stjórnvalda umað bættar samgöngur við Norðfjörð. |
Við annan gangamunnann. |
Starfsmaður jarðgangadeildar Vegagerðarinnar segir í samtali við fréttamann RÚV að ekkert hafi fundist í skoðuninni sem telja megi hættulegt. Hann tekur fram að gangaveggir séu ekki mjög varðir, aldrei hafi verið sprautað á þá steypu og klæðning sé af skornum skammti. Því sé alltaf hætta á að steinar velti úr veggjum og jafnvel lofti ganganna. Ætlunin sé að ráða bót á þessu á völdum köflum ganganna á næstunni.
Oddsskarðsgöngin eru fremur óhrjáleg þegar inn í þau er komið, dimm, einbreið og þröng og útsýn um þau afar takmörkuð og útskot til mætinga af skornum skammti. Mikið umferðaröngþveiti hefur myndast í göngunum ekki síst þegar stórir sem minni bílar með aftanívagna fara um þau, sem erfitt er að bakka í þröngum göngunum. Þesskonar ástand myndaðist t.d. um verslunarmannahelgina. Það er afar óæskilegt, ekki síst í því ljósi að sjúkrahús Austfirðingafjórðungs er á Neskaupstað og Oddskarðsgöng eina samgönguleiðin á landi að sjúkrahúsinu.