Eldsneyti dýrast á Íslandi
Hér undir er tafla með lítra verðum á bensíni og dísilolíu í 31 Evrópulandi frá 4. ágúst 2005. Íslendingar njóta enn þess vafasama heiðurs að þurfa borga mest allra fyrir eldsneytið á bílinn.
Þegar hátt í 60% af verði vöru eru skattar þá dregur það úr verðvitund almennings og gerir allt markaðslegt aðhald flóknara og erfiðara. Stjórnvöld sem boða minni ríkisumsvif og lægri skatta hljóta að grípa inn í og draga úr verðáhrifum þeirrar neikvæðu þróunar á sem átt hefur sér stað á heimsmarkaði á undanliðnum mánuðum með því að lækka skatta á eldsneyti.
Yfir 13 þúsund einstaklingar hafa skrifað undir áskorun FÍB um lækkun eldsneytisskatta hér á heimasíðu félagsins á undanliðnum 14 dögum. Undirskriftarlistunum verður skilað til fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar fljótlega í næstu viku. Til stóð að skila þeim nú í vikulokin en vegna fjarveru ráðamanna verður listunum komið til skila í komandi viku.
FÍB skorar á alla sem taka undir áskorun félagsins til stjórnvalda að skrá nafn sitt sem fyrst þar sem söfnuninni fer senn að ljúka.
Eldsneytisverð í Evrópu 4. ágúst 2005
Sjálfsafgreiðsla á þjónustustöð
-heimild FDM í Danmörku
Bens. 95 Bens. 98 Dísil
Austurríki 83,05 86,95 77,6
Belgía 98,00 99,55 82,25
Bretland 97,45 104,3 102,05
Búlgaría 66,5 67,65 61,65
Danmörk 103,1 106,15 90,5
Eistland 66,9 66,9 69,3
Finnland 99,55 101,85 76,75
Frakkland 94 97,15 83,05
Grikkland 70,35 78,1 68,8
Holland 110,45 115,1 82,25
Írland 82,2 82,2
Ísland 112,6 119,6 111,6
Ítalía 97,15 88,55
Króatía 82,85 84,55 76,35
Lettland 66,35 67,55 65,3
Litháen 69,2 70,8 68,05
Luxembourg 79,8 82,2 68,15
Noregur 107,3 111,8 100,4
Portúgal 95,55 100,3 77,6
Pólland 81,7 85,5 74,05
Rúmenía 65,2 65,2
Serbía-Sv.fj.l 69 76,85 62,4
Slóvakía 72,55 77,7 72,15
Slóvenía 72,15 78,55 73,2
Spánn 79,2 86,95 77,6
Kanaríeyjar 55,65 59,54 50,1
Sviss 79,9 81,9 85,5
Svíþjóð 98,7 101,2 89,9
Tékkland 74,75 82,55 74,75
Ungverjaland 86,75 89,6 83,7
Þýskaland 95,55 102,6 85,4
Meðaltal: 84,30 88,70 78,27