Eldsneytið lækkar
Nú síðdegis lækkuðu olíufélögin bensín og dísilolíu á afgreiðslustöðvum sínum. Bensín lækkaði um 2,50 krónur á lítra og dísilolía um 1,50 krónur hver lítri. Eftir lækkun kostar hver lítri af bensíni í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð hjá N1, Olís og Shell 174,90 krónur og dísilolía 192,30 krónur. Hjá Atlantsolíu og ÓB kostar bensín 173,20 hver lítri og 173,10 hjá Orkunni. Dísilolían hjá AO og ÓB er á 190,70 hver lítri og hjá Orkunni 190,60 krónur. Hjá EGO kostar bensín 174,20 krónur og dísilolía 191,20 krónur hver lítri.
FÍB átti von á lækkun yfir 4 krónur á lítra.