Eldsneytið lækkar á heimsmarkaði
Olía á heimsmarkaði hefur verið að lækka í verði síðustu daga en það hefur ekki skilað sér til íslenskra neytenda. Þegar þetta er ritað um nónbil hafði ekkert olíufélaganna íslensku lækkað eldsneytið hjá sér. Kostnaðarverð á hvern bensín- og dísillítra hefur lækkað um 4 krónur frá lokum júní þegar verðið var síðast hækkað hér á landi.
Olíufélögin skulda neytendum lækkun og þessi seinagangur bætir ekki ímynd þeirra gagnvart almenningi.