Eldsneytisálagningin allt að 88% fram úr vísitölu

Í nýútkomnu tölublaði FÍB blaðsins er greint frá því að álagning olíufélaganna hefur farið mjög hækkandi milli áranna 2005-2013. Á verðlagi hvers árs um sig hækkaði álagning á bensín úr 17,50 krónum á lítra árið 2005 í 37,90 krónur á lítra árið 2013. Það er 117% hækkun. Álagning á dísilolíu hækkaði á sama árabili úr 15,30 krónum á lítra 2005 í 39,30 krónur á lítra 2013. Það er 157% hækkun. Á þessu sama árabili hækkaði vísitala neysluverðs um 69%. Þetta kemur fram í frétt í nýjasta tölublaði FÍB blaðsins.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda skráir daglega heimsmarkaðsverð á bensíni og dísilolíu og uppreiknar verðin með gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Þetta kostnaðarverð ásamt sköttum hins opinbera er dregið frá skráðu daglegu útsöluverði íslensku olíufélaganna og þá kemur út álagning og flutningskostnaður á hvern lítra. Þessar tölur hafa síðan verið uppfærðar til verðlags í dag og út frá því má sjá þróun álagningar og kostnaðar neytenda vegna álagningar og flutningskostnaðar á milli ára.

Bensínálagningin á föstu verðlagi var 27% hærri 2013 samanborið við 2005. Dísilálagningin hækkaði um 52% á föstu verðlagi frá 2005 til 2013. Ef við berum tölurnar saman á verðlagi hvers árs þá hefur álagning á bensín hækkað úr 17,50 krónum á lítra 2005 í 37,90 krónur á lítra 2013 sem er 117% hækkun. Álagning á dísilolíu hækkað úr 15,30 krónum á lítra 2005 í 39,30 krónur á lítra 2013. Þetta gerir 157% hækkun á sama tíma og vísitala neysluverðs á milli þessara ára hækkaði um 69%. Ítarlega er fjallað um málið í FÍB Blaðinu 1. tbl.  

http://www.fib.is/myndir/bensin.jpg