Eldsneytishækkunin í gær að ganga til baka?
Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag. Fatið af olíu af Brent svæðinu lækkaði um rúmlega dollar og kostar nú 90,3 dollara.
Hvort sem tenging er á milli Brent olíunnar og Íslands þá eru olíufélögin nú að hörfa með mikla verðhækkun sem varð í gær.
N1 reið á vaðið um hálffjögurleytið og lækkaði eldsneytisverðið um krónu lítrann eftir að hafa hækkað verðið í gær í 207,70 bensínlítrann og dísilolíulítrann í 207,50.
Þá hefur Orkan þegar þetta er ritað lækkað verðið um krónu. Þar kostar bensínið nú 206,40 og dísilolían 206,20.
Sjá frétt um hækkanirnar í gær.