Eldsneytisskattarnir hækka
Frá og með nýafstöðnum áramótum hækka álögur á bílaeldsneyti í samræmi við fjárlög fyrir 2014. Sumar þessara hækkana koma fram strax en aðrar á næstu dögum og vikum. Það ræðst af birgðastöðu olíufélaganna hvers um sig hversu lengi hækkanirnar verða að því að leggjast á með fullum þunga.
Skattar á bensín
Kolefnisgjald: Var 5 kr. á lítra. Fer í 5,15 kr. á lítr
Sérstakt vörugjald á bensín: Var 39,51 kr. á lítra. Fer í 40,70 kr. á lítra.
LB vörugjald á bensín: Var 24,46 kr. á lítra. Fer í 25,20 kr. á lítra.
Flutningsjöfnunargjald: Var 0,92 kr. á lítra. Verður óbreytt.
Samtals voru ofannefndir skattar á bensín 69,89 kr. á lítra árið 2013 en verða 71,97 kr. á lítra 2014.
Til viðbótar þá leggst 25.5% virðisaukaskattur ofan á skattana þannig að heildar bensínskattahækkun til neytenda milli áranna 2013 og 2014 er 2,61 kr. á lítra.
Skattar á dísilolíu
Kolefnisgjald: Var 5,75 kr. á lítra. Verður 5,90 kr. á lítra.
Olíugjald: Var 54,88 kr. á lítra . Verður 56,55 kr. á lítra.
Flutningsjöfnunargjald: Var 0,92 kr. á lítra. Verður óbreytt.
Samtals voru skattar á dísilolíu 61,55 kr. á lítra 2013. Verða 63,37 kr. á lítra 2014.
Til viðbótar þá leggst 25.5% virðisaukaskattur ofan á skattana þannig að heildarhækkun til neytenda milli áranna 2013 og 2014 er 2,28 kr. á lítra.
Loks skal það ítrekað að 25,5% virðisaukaskattur leggst á innkaupsverð og álagningu olíufélaga þannig að samanlagt tekur ríkið um þessar mundir um 121 kr. af hverjum bensínlítra og 113 kr. af hverjum dísillítra sem dælt er á farartæki landsmanna..