Eldsneytisverð í Evrópu
Á vef Evrópusambandsins er ágæt myndræn samantekt á flestu er varðar eldsneytisverð og eldsneytiskaup almennra neytenda hvort heldur um er að ræða bensín, dísilolíu eða annarskonar eldsneyti. Það sem mestu ræður um hvar evrópskir neytendur fylla á eldsneytisgeyminn er verðið. 56 prósent neytenda bera ýmist alltaf eða oftast saman verð milli bensínstöðva og olíufyrirtækja, en samanburðurinn gerist nokkuð flókinn og gagnsæið rýrnar þegar verðbreytingar eru gerðar oft á degi hverjum eða allt að 10-15 sinnum.
En myndin skýrir sig sjálf en hana er að finna sem PDF skjal á vef Evrópusambandsins