Eldsneytisverðið sígur enn

Eldsneytisverð hér á Íslandi hefur haldið áfram að lækka. Verðhræringarnar frá því sl. fimmtudag hafa ekki stöðvast.

Eins og er, er verðið lægst hjá Orkunni utan höfuðborgarsvæðisins. Lítraverðið þar er kr. 206,70 en kr. 207,50 innan höfuðborgarsvæðisins. Móðurfélag Orkunnar; Skeljungur er þessa stundina með dýrasta bensínið í sjálfsafgreiðslu, 209, 50 kr. lítrinn.

http://www.fib.is/myndir/Bensinv-febr-11.jpg