Endurkröfur á tjónvalda 171 milljón í umferðinni á síðasta ári
Endurkröfur á tjónvalda í umferðinni námu samtals 171 milljón króna í fyrra ð því er fram kemur fram í tilkynningu frá endurkröfunefnd sem úrskurðar um endurkröfur. Eins og undanfarin árer ölvun tjónvalda í umferðinni helsta ástæða endurkrafna en endurkröfum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna fer hlutfallslega fjölgandi.
Tryggingafélög gera endurkröfur á hendur tjónvöldum í umferðinni þegar þau hafa þegar bætt upp fyrir það tjón sem valdið var. Aðeins er fallist á endurkröfugerð þegar tjóni var valdið með ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.
Fram kemur að hæsta endurkrafan á síðasta ári hafi numið 6,5 milljónum króna, sú næsthæsta tæpum 5,9 milljónum og þá 5,6 milljónum króna. Alls námu 80 endurkröfur á síðasta ári 500 þúsund krónum eða meira.
Í 56% tilfella var ölvun tjónvalds við akstur til þess að endurkrafa tryggingafélags samþykkt. Alls komu 93 mál til meðferðar Endurkröfunefndar í fyrra sem höfðu með ölvun við akstur að gera.
Lyfjaáhrif var næstalgengasta orsök endurkröfugerðar, um 34% tilfella. Í tólf málum voru ökumenn endurkrafðir vegna ökuréttindaleysis og fimm ökumenn voru endurkrafðir vegna ofsaaksturs. Tekið skal fram að ástæður endurkröfu geta verið fleiri en ein.
Ökumenn 25 ára og yngri áttu hlut að um 23% mála endurkröfunefndar árið 2021.