Endurskoðun skaðabótalaga hefur tekið 6 ár
Ellefu ár eru liðin síðan Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) sendu frá sér ítarlega skýrslu um nauðsyn þess að bæta framkvæmd örorkumats samkvæmt skaðabótalögum.
Sex ár eru síðan fyrst var lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á skaðabótalögunum, en það fékk ekki afgreiðslu. Áform um breytingar á lögunum voru lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda árið 2022. Á þessu ári er aftur áformað að kynna lagabreytingatillögur í samráðsgáttinni.
Í nýútkomnu blaði FÍB er fjallað um þá brýnu þörf sem er fyrir endurbætur á skaðabótalögunum, sem samt tekur svona ógnarlangan tíma. Stjórnkerfið flýtir sér hægt.