Fleiri tilvik um kílómetrasvindl hafa komið upp
Í dag er ár síðan bílaleigan Procar viðurkenndi að hafa lækkað kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir. Það var eftir að Kveikur fjallaði um gögn sem sönnuðu mælasvindlið yfir fimm ára tímabil. Eftir það hafa komið upp níu sambærileg dæmi, ótengd Procar.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, veit af níu tilvikum um kílómetrasvindl síðastliðið ár. Ekkert er tengt bílaleigunni Procar sem varð uppvís að slíku svindli í fyrra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að eitt mál hafi verið kært til lögreglu, önnur séu í rannsókn. Þetta var þess sem meðal kom fram í umfjöllun um málið í fréttatíma ríkissjónvarpsins í kvöld.
Fram kom í máli Runólfs Ólafssonar á RÚV að eitthvað af þessum málum hafa farið í riftun. Eitt málið hefur verið kært til lögreglu. Önnur eru í rannsókn. ,,Við höfum tilvik sem tengjast öðrum bílaleigum. Það er ekki svona stórfellt eins og hjá Procar. Við skulum vona að Procar málið hafi haft ákveðinn fælingarmátt í för með sér," segir Runólfur.
Fram kemur að vegna umfangs málsins tók héraðssaksóknari málið yfir í lok maí. Þar er það enn til rannsóknar og miðar vel áfram. Héraðssakóknari hefur rúmlega 130 tilvik til rannsóknar vegna Procar málsins, embættið útilokar ekki að þeim fjölgi eftir því sem rannsókninni vindur áfram en héraðssaksóknari ætlar að hafa samband við alla brotaþola.
Umfjöllun RÚV og viðtalið við Runólf Ólafsson má nálgast hér.