Heilsársdekk koma ekki vel út á hálum og þurrum vegum
Í könnun á heilsársdekkjum sem Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, vann kemur í ljós að heilsársdekk hafa bæði góða og slæma kosti. Gæði heilsársdekkja hafa aukist síðastliðin ár og þau geta reynst ágætlega við vissar aðstæður en miður við aðrar. Engin vafi leikur á því að þau eru ekki eins og góð og sumar- og vetrardekk. Þetta er það sem kom fram í prófum FDM þar sem notast var við sjö mismundandi 17 tommu heilsárdekk 235/55.
Sem dæmi má nefna að við akstur í hálku þá tók það vetrardekkið 39 metra að stöðva bifreið úr 30 km/h. En heilsársdekkið stöðvaðist eftir 44-48 metra.
Þegar ekið var á þurrum vegi jókst munurinn enn frekar þar sem gott sumardekk náði að stöðva bíl á 37 metra kafla úr 100 km/h. En það heilsársdekk sem skoraði lakast þurfti heila 52 metra við sömu aðstæður. Miðað við þessar niðurstöður þá er bifreið sem ekur á heilsársdekkjum enn á 53 km/h þegar samskonar bíll á sumardekkjum hefur stöðvast algjörlega.
Søren W. Rasmussen, í bílatækni hjá FDM, segir að augljóslega hafi mildir vetur aukið áhuga hjá bifreiðaeigendum fyrir heilsársdekkjum en það sé ekki besti kosturinn þegar horft er til vetraraksturs. Hins vegar eru heilsársdekkin mun betri kostur en sumardekk í vetraraðstæðum. Af sjö heilsársdekkkjum sem tóku þátt í könnunni náðu fjögur þeirra meðalárangri en þrjú náðu ekki uppfylltum kröfum.
Heilsársdekk geta í vissum tilfellum verið ágæt lausn þegar kemur að akstri yfir vetrarmánuðina en veikleiki þeirra kemur best í ljós við akstur í snjó í samanburði við vetrardekk.
Nokkur lönd eins og Svíþjóð og Austurríki hafa gengið svo langt að notkun heilsársdekkja er bönnuð og ökumönnum skylt að nota vetrardekk yfir vetrartímann. Í könnuninni FDM er mælst til að við vetrarakstur á lengri vegalengdum sé ávallt ekið um á vetrardekkjum.