Betri kaskótrygging – ekki síst fyrir rafbíla
Tryggingafélagið Sjóvá hefur nú bætt kaskótryggingu viðskiptavini félagsins og gerir hana enn víðtækari en áður.
Kaskótryggingin bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu raf- eða tvinnbíla, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur, annars staðar en á fjallvegum, slóðum, utan vega eða yfir óbrúaðar ár.
Sjóvá lýsir yfir ánægju að geta boðið upp á kaskótrygginu sem bætir þessi tjón, fyrst íslenskra tryggingafélaga. Breytingarnar tóku gildi 23. apríl, iðgjaldið helst óbreytt og viðskiptavinir greiða einfaldlega það sama áfram fyrir enn betri tryggingu.