Enginn bíll á markaðnum býður upp á fulla sjálfvirkni
Samkvæmt könnun sem unnin var af Euro NCAP telja 70% ökumanna að nú þegar sé hægt að kaupa og aka sjálfakandi bíl. Euro NCAP er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu og áreksturs prófar nýja bíla og metur öryggi þeirra á hlutlægan hátt. Könnunin var gerð til að bera saman mat Euro NCAP á þróun sjálfakandi bíla sem samtökin unnu annars vegar að og hins vegar hvað almenningur heldur um þessa bíla.
Helstu tækninýjungarnar sem Euro NCAP vildi prófa voru hraðaaðlögun, stýrisaðstoð sem sér til þess að bíllinn er alltaf á miðjum veginum og hemlunaraðstoð sem sér til þess að bíllinn sé alltaf í öruggri hemlunarfjarlægð frá næsta bíl. Á meðal þeirra bíla sem voru prófaðir voru Audi A6, BMW 5, Ford Focus, Mercedes Benz C Class, Nissan Leaf, Tesla Model S, Toyota Corolla og Volvo V60.
Helstu niðurstöður í könnunni eru þær að enginn bíll á markaðnum býður upp á fulla sjálfvirkni. Bílar á markaðnum í dag veita ökumanni ákveðna aðstoð og það má ekki rugla því saman við sjálfvirkan akstur. Ökumaðurinn er fullkomlega ábyrgur fyrir öruggum akstri. Ef þessi tækni er notuð rétt getur hún hjálpað að viðhalda öruggri fjarlægð, hraða og vera innan akreinar. Þessa tækni ætti ekki að nota í aðstæðum sem þau eru ekki hönnuð fyrir og ekki heldur til að treysta á sem öruggan valkost fyrir akstur.
Sjálfkeyrandi bílar eru því hvergi nærri tilbúnir og er trú almennings alfarið á skjön við raunveruleikan, stöðu og getu þessara bíla í dag. Þetta undirstrikar þann misskilning bílakaupenda þegar kemur að raunveruleika sjálfsakandi bíla og hvað þessi þróun er skammt á veg komin.