-Er að verða of seinn á Bessastaði að taka við fálkaorðunni
Fólk sem lögregla hefur stöðvað fyrir umferðarbrot hefur stundum uppi ýmsar afsakanir og sumar þeirra æði sérkennilegar. Ein þeirra frumlegustu er vafalaust sú sem ungur maður viðhafði eftir að hafa verið stöðvaður á Hafnarfjarðarveginum fyrir mjög hraðan akstur: -Ég er að verða of seinn á Bessastaði til að taka við fálkaorðunni.
En algengar afsakanir við of hröðum akstri eru td: -ég tók ekki eftir skiltinu um hámarkshraða. – Hraðamælirinn í bílnum er bilaður. – Ég er mjög góður bílstjóri og ræð vel við þetta og get stöðvað á punktinum ef einhver hætta er. – Af hverju tókuð þið ekki bílinn sem tók fram úr mér. Hann fór miklu hraðar en ég. - Ég var að flýta mér á bráðamóttöku með konuna mína.
Þegar árekstur hefur orðið þar sem annar bíllinn virti ekki regluna um forgang umferðar frá hægri eða virti ekki stöðvunar- eða biðskyldu eða fór yfir gatnamót á rauðu ljósi er viðkvæðið gjarnan: -Ég sá ekki umferðarmerkið. –Umferðarljósið var grænt. – Ég hélt ég væri á aðalbraut. –Sólin blindaði mig.
Umferðardeild lögreglunnar á einni af hverfislögreglustöðvum Stokkhólmsborgar hefur tekið saman lista yfir skýringar brotafólks og hér á eftir eru nokkur gullkorn:
Of hraður akstur
-Ég er að flýta mér á tónleika með Paul McCartney. (Voru á dagskrá viku síðar). -Það er fáránlegt að sekta mig þar sem ég er á umhverfismildum bíl. -Takiði frekar þann sem tók fram úr mér. Hann fór miklu hraðar en ég.Öryggisbeltið óspennt
-Ég er 43 ára og ræð, fjandinn hafi það, sjálfur hvað ég geri.