Er rafbíllinn málið?
Tæplega tvö þúsund manns hafa svarað spurningu hér á heimasíðu FÍB um rafbíla. Spurt var þessarar spurningar: Getur tveggja til fjögurra manna raffmagnsbíll með 100 kílómetra drægi uppfyllt daglegar akstursþarfir þínar?
Já svöruðu 1.487 eða 74,5 prósent. Nei svöruðu 434 eða 21,8 prósent. Veit ekki svöruðu 74 eða 3,7 prósent.
Þessi lauslega könnun staðfestir umtalsverðan áhuga fyrir rafbílum til daglegrar notkunar á styttri leiðum. Ljóst er þó að verðið hlýtur að þurfa að vera innan einhverskonar þol- og skynsemismarka því að ekki er líklegt að mjög dýr rafbíll með mun takmarkaðri notkunarmöguleika en hefðbundinn og mun ódýrari bíll, eigi mjög upp á pallborðið hjá hinum almenna heimilisbílsnotanda.