Eru ljósin í lagi á bílnum?

The image “http://www.fib.is/myndir/Adalljos.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
411 félagar í FÍB svöruðu spurningu hér á vef FÍB um bílljósin. Nú er svartasta skammdegið og vatnsveður og dimmviðri í ofanálag þannig að mjög mikilvægt er að hafa ljósin á bílnum í lagi, ekki bara til að ökumenn sjái sjálfir veginn fyrir framan sig, en ekki síður til að aðrir vegfarendur sjái bílinn.
Spurningin var þessi: Hve oft athugar þú hvort ljósin á bílnum þínum séu í lagi og rétt stillt? Svarmöguleikar voru oft, af og til, sjaldan og aldrei. 31,1 prósent svarenda svöruðu oft, 30,9 prósent svöruðu af og til. Þannig má álykta að 62 prósent bíleigenda séu samviskusamir í þessum efnum. 16,5 prósent sögðust hins vegar aldrei athuga ljósin á bílum sínum og 21,4 prósent sjaldan.
The image “http://www.fib.is/myndir/Rettstilltljos.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.