EuroRAP-öryggisúttekt á íslenskum vegum

The image “http://www.fib.is/myndir/EuroRAP-logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir öryggisúttekt á Íslenskum vegum samkvæmt EuroRAP verkefninu, sem FÍB hefur framkvæmt í samvinnu við Umferðarstofu og Samgönguráðuneytið. Síðustu vegirnir voru teknir út í þessari viku. Samtals voru teknir út tæplega 2.500 km. eins og fram kemur á meðfylgjandi korti og töflu.

Gögnin hafa nú verið send til Svíþjóðar, þar sem unnið verður úr þeim og vegunum og hlutum þeirra gefnar stjörnur með tilliti til öryggis. Niðurstöðurnar verða birtar í skýrslu og með kortum og er ætlunin að því verki verði lokið í nóvember og niðurstöður þá gefnar út.http://www.fib.is/myndir/Raptafla.jpg

Þessu til viðbótar, þá er einnig verið að vinna að gerð EuroRAP slysakorts fyrir sömu vegi. Það verk er í höndum Dr. Joanne Hill í London, en hún er að vinna að slíku heildarkorti fyrir Evrópu og er ætlunin að Ísland verði þar með.
http://www.fib.is/myndir/Rap-Status07.jpg