Evrópukeppnin í fótbolta 2008
29.05.2008

Þann 7. júní nk. hefst Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Mótið verður haldið í Austurríki og Sviss og til að keppendur, starfsfólk keppninnar og opinberir gestir hennar komist leiðar sinnar meðan á keppninni stendur, lætur Kia Motors í Kóreu skipuleggjendum keppninnar í té samtals 265 fólksbíla og 38 rútubíla.
Fólksbílarnir verða 70 Kia cee'd, 95 Kia Carnival, 68 Kia Sorento jeppar, 32 Kia Opirus lúxusbílar og 38 rútur, sem fyrr er sagt. Kia gerir þetta samkvæmt sérstökum styrktarsamningi við alþjóðlega knattspyrnusambandið UEFA og hlýtur við það nafnbótina opinber bílaframleiðandi keppninnar.
Öruggt má telja að full þðrf verði fyrir bílana
