Fagleg umræða um umferðaröryggi og samgöngumál

http://www.fib.is/myndir/Alvegblint2.jpg
Ekki sérlega vel staðsett skilti!


Eins og skýrt var frá í frétt hér á vef FÍB fyrir nokkrum dögum, þá er ætlunin að birta aðsendar greinar hér á vefnum um umferðaröryggi og samgöngumál. Nokkrir valinkunnir sérfræðingar og fræðimenn á sviði umferðarmála og vegagerðar hafa fallist á að rita faglegar greinar um þessi efni og eru lesendur og notendur vegakerfisins almennt hvattir til þess að lesa þær og leggja orð í belg.

Fyrsta grein frá fyrrnefndum kjarnahópi hefur þegar birst. Hún var eftir Rögnvald Jónsson verkfræðing, fyrrverandi deildarstjóra hjá Vegagerðinni og nefndarmann í Rannsóknanefnd umferðarslysa. Grein Rögnvaldar nefnist Suðurlandsvegur, þörf á frekari skoðun.

Næstu daga munu nokkrar fleiri greinar birtast um þetta mikilsverða málefni. Meðal þeirra má nefna Stjórnmálamenn á villigötum, eftir Rögnvald Jónsson, Vegamót á 2+1 og 2+2 vegum, eftir Harald Sigþórsson, Þrýstihópar í vegagerð, eftir Ólaf Guðmundsson, Fagleg samgöngustefna á Íslandi, eftir Rögnvald Jónsson og Nýr "H" dagur, eftir Ólaf Guðmundsson.

Eins og áður kom fram, verður öllum velkomið að tjá sig um samgöngumál á vefnum og skulu greinar, ásamt höfundi og mynd sendast á eftirfarandi netfang: fibbladid@hn.is