Fáskrúðsfjarðargöngin opnuð í dag
09.09.2005
Föstudaginn 9. september n.k. kl 16:00 verða Fáskrúðsfjarðargöng formlega opnuð við hátíðlega athöfn. Þá mun samgönguráðherra Sturla Böðvarsson klippa á borða við munna jarðganganna Reyðarfjarðarmegin.
Fáskrúðsfjarðargöng eru 5,9 km löng, þar af 5,7 km göng í bergi og 200 m langir vegskálar. Nýir aðkomuvegir eru 1,9 km Reyðarfjarðarmegin og 6,6 km Fáskrúðsfjarðarmegin.
Með tilkomu nýja vegarins um jarðgöngin er rutt úr vegi einum erfiðasta og hættulegasta kafla Suðurfjarðavegar, veginum fyrir Vattarnes, og mun þessi samgöngubót valda byltingu í samgöngum á Suðurfjörðum og í landshlutanum öllum. Vegalengdin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar styttist um 31 km, og milli Suðurfjarða og Mið-Austurlands um 34 km.
Framkvæmdir á verkstað hófust í apríl 2003. Jarðgangagerðin hófst með fyrstu formlegu sprengingu þann 22. maí 2003 og gangagreftrinum lauk með gegnumbroti þann 4. september 2004 og tók því rúmlega fimmtán mánuði að grafa göngin. Heildarverktími var tæplega 2 ár.
Aðalverktaki við verkið var Ístak hf.og Pihl og Søn AS. Heildarkostnaður við verkið er um 3.900 m.kr. á verðlagi hvers árs.
Fáskrúðsfjarðargöng eru 5,9 km löng, þar af 5,7 km göng í bergi og 200 m langir vegskálar. Nýir aðkomuvegir eru 1,9 km Reyðarfjarðarmegin og 6,6 km Fáskrúðsfjarðarmegin.
Með tilkomu nýja vegarins um jarðgöngin er rutt úr vegi einum erfiðasta og hættulegasta kafla Suðurfjarðavegar, veginum fyrir Vattarnes, og mun þessi samgöngubót valda byltingu í samgöngum á Suðurfjörðum og í landshlutanum öllum. Vegalengdin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar styttist um 31 km, og milli Suðurfjarða og Mið-Austurlands um 34 km.
Framkvæmdir á verkstað hófust í apríl 2003. Jarðgangagerðin hófst með fyrstu formlegu sprengingu þann 22. maí 2003 og gangagreftrinum lauk með gegnumbroti þann 4. september 2004 og tók því rúmlega fimmtán mánuði að grafa göngin. Heildarverktími var tæplega 2 ár.
Aðalverktaki við verkið var Ístak hf.og Pihl og Søn AS. Heildarkostnaður við verkið er um 3.900 m.kr. á verðlagi hvers árs.