Ferrari FXX – 150 milljóna „leikfang“

The image “http://www.fib.is/myndir/Ferrarilogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Nýr Ferrari með gerðarheitinu FXX er bíll fyrir mestu Ferrariáhugamennina, -þá sem lifa og anda fyrir Ferrari, segja þeir hjá Ferrari á N. Ítalíu.
Því miður er það þó ekki nóg að vera brennandi Ferrariáhugamaður – efnahagurinn verður líka að vera í betra lagi því að til að eignast eintak af þessu tryllitæki verður maður að sýna þeim hjá Ferrari fram á að maður sé nógu fjárhagslega burðugur til að geta snarað út um 150 milljónum ísl. kr. við verksmiðjudyrnar. Aðeins verða smíðuð 20 eintök af þessum ágæta vagni.
En það er ekki allt, því að kaupendur verða að taka það á sig að aka þessari eign sinni eftir nákvæmri forskrift frá tæknimönnum Ferrari. Þeir fá ekki að nota bílinn að eigin vild og aka honum eins og þeim sýnist hvar og hvenær sem er, heldur verða einskonar tilraunaökumenn fyrir Ferrari inni á lokaðri kappakstursbraut. Aldrei má aka þessum bílum á alemnnum vegum.
Þeir sem því kaupa sér Ferrari FXX fá bílinn „afhentan“ á Fiorano kappakstursbrautinni þar sem ökumannssætið verður sniðið nákvæmlega eftir líkamsbyggingu eigandans sem og fótstigin í gólfinu. Síðan taka Formúlu 1 ökumennirnir við og kenna mönnunum á bílinn og gegn aukagreiðslu geta menn tryggt sér kennslu sjálfrar stórstjörnunnar og Ferrariökumannsins Michaels Schumacher eða þá Rubens Barrichello. Sjálfur bíllinn er einkonar framþróaður Ferrari Enzo. Vélin er V12, 6,3 lítra og tæp 800 hö. Gírkassinn er sá sami og í Formúlu 1 bílunum. Afhending verður í árslok 2005 og þegar kennslunni og akstrinum lýkur geta eigendur tekið bílana með sér heim og dáðst að þeim inni í bílskúrnum hjá sér, því að þeir munu líklega ekki fást skráðir til venjulegrar notkunar.
The image “http://www.fib.is/myndir/Ferrariframan.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ferrari FXX