Festubaninn fæst hjá FÍB

Gamall og góður félagsmaður í FÍB sem kominn er á eftirlaun hefur fært félaginu sínu að gjöf mjög gott kanadískt hjálpartæki fyrir bíleigendur til að bjarga sér úr festum í snjó og hálku.  Þessi góði félagi flutti þetta hjálpartæki inn á sínum tíma og þegar hann flutti á dögunum í nýtt húsnæði, gaf hann FÍB þær umframbirgðir þessa ágæta hjálpartækis sem hann átti enn í bílskúrnum sínum.

http://www.fib.is/myndir/Festubani3.jpg
http://www.fib.is/myndir/Festubani1.jpg
http://www.fib.is/myndir/Festubani2.jpg
Með festubananum bjargarðu þér auðveldlega.

Í þeim snjó og ófærð sem nú er víða um landið lenda margir í því að festast, ekki síst þar sem mikill snjór  er og síðan svell undir snjónum. Við þær aðstæður kemur festubaninn, eins og við höfum kosið að kalla þetta hjálpartæki, í góðar þarfir. Sá sem þessi orð ritar hefur góða reynslu af því – festubaninn einfaldlega svínvirkar.

Starfsfólk FÍB hefur nú ákveðið að félagsmenn skuli njóta góðs af gjöf hins aldna félagsmanns. Því eru þeir velkomnir til að koma við hjá félaginu í Borgartúni 33 og fá sér eitt festubanasett í bílinn. Skuldlausir félagsmenn í FÍB fá festubanann ókeypis en utanfélagsmenn fá settið á kr. 1.000,-

Auk festubanans fást hinir ágætu norsku dekkjasokkar á skrifstofu FÍB. Dekkjasokkarnir eru úr gerviefni og er þeim brugðið utan um drifhjól bílsins og með dekkjasokkunum hættir bíllinn að spóla í snjónum eða á svellinu. Dekkjasokkarnir eru seldir í tveggja sokka settum og fást í flestum algengustu stærðum fyrir fólksbíla. Settið kostar til félagsmanna kr. 3.590 en til utanfélagsmanna kr. 3.990.