FIA og Formula 1 vinna saman í loftslagsmálum
Heimssamtök bifreiðaeigendafélaga og bifreiðaíþróttafélaga,FIA, og Formúla 1, ein þekktasta kappaksturskeppni heims, hafa undirritað samning við Sameinuðu þjóðirnar sem lítur að aðgerðum í loftslagsmálum. Með samningum skuldbindur FIA sig að aukinni sjálfbærni í umhverfinu.
Forsvarsmenn Formúlu 1 sendu frá sér yfirlýsingu undir lok síðasta árs þar sem markmiðið verður að allar keppnir á þeirra vegum verði kolefnislausar fyrir 2030.
Við undirritun samningsins verða FIA og Formula 1 að fylgja eftir fimm meginreglum.
- Ráðast í kerfisbundið átak sem stuðlar að meiri umhverfisábyrgð
- Draga úr heildaráhrifum í loftslagsmálum
- Standa að fræðslu um aðgerðir í lofslagsmálum
- Efla sjálfbærni og ábyrga neyslu.
- Vera öflugir talsmenn í lofslagsmálum í gegnum samskiptamiðla.
Bæði umhverfisaðgerðir FIA á heimsvísu og viðtæk markmið um að vera kolefnislaus fyrir 2030 uppfylla þessar kröfur að framan. Með þessari undirritun kemur fram skýr ásetningur beggja aðila, FIA og Formula1, að vinna vel saman í þessum efnum.
Jean Todt, forseti FIA, sagði við undirritunina þetta stóran áfanga í lofslagsmálum og sem stór samtök á heimsvísu erum við að leggja okkar að mörkum að hafa umhverfið okkar hreinna og betra.
Chase Carey, formaður og forstjóri Formula 1, sagði að fyrsta skrefið í aukinni sjálfbærni hefði verið tekið undir lok síðasta árs. Við verðum öll að vinna saman og takast á við þær lofslagsbreytingar sem við stöndum frammi fyrir.
,,Aðgerðir sem við munum grípa til á næstum árum hafa það að markmiði að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Við erum ánægð að starfa á þessum vettvangi með Sameinuðu þjóðunum og samstarfið með FIA og öðrum aðilum á eftir að skila sér. Markmiðin eru að minnsta kosti skýr,“ sagði Chase Carey.