Fiat Chrysler innkallar nærri eina milljón bíla í Bandaríkjunum
Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað nærri eina milljón bíla í Bandaríkjunum vegna galla í öryggispúðum bílanna. Hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata.
Bílarnir sem verða innkallaðir eru Dodge Nitro jeppar af árgerð 2007-2011. Ennfremur Chrysler Town and & Country og Dodge Grand Caravan af árgerðunum 2008-2010.
Rannsókn leiddi í ljós að ákveðnar klemmur gætu losnað, slitnað með tímanum, og valdið skemmdum á öryggispúðum bílanna.