Fiat Chrysler vill sameiningu við Renault
Þó nokkrar hræringar eru á alþjóðlegum bílamörkuðum um þessar mundir. Bílaframleiðendur margir eru að taka til í rekstrinum með það að markmiði að ná fram sem mestri hagræðingu sem lítur að framleiðslunni í heild sinni.
Í morgun bárust fréttir að því að bandaríski-ítalski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler lagði til sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Um er að ræða risasameiningu ef fram sem horfir en sameinað fyrirtæki verður þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Þegar fréttir bárust af þessum óformum hækkuðu hlutabréf í Fiat Chrysler um tæp 17%.
Fyrstu viðbrögð forsvarsmanna Renault eru jákvæð sem og franskra stjórnvalda.