FÍB blaðið komið út – stiklað er á stóru í 90 ára sögu félagsins
Þriðja tölublað FÍB 2022 er komið út og er fjölbreytt að vanda. Stendur dreifing yfir þessa dagana til félagsmanna. Blaðið er að venju stútfullt af fréttum, fræðandi og spennandi efni. Veigamikill hluti blaðsins er helgað 90 ára afmæli FÍB.
Stiklað er á stóru í sögu félagsins og starfi þau 90 ár sem liðin eru. Félag íslenskra bifreiðaeigenda var stofnað 6. maí 1932 og hefur alltaf kappkostað að vera nútímalegur og eftirsóknarverður bakhjarl fólksins í bílnum og vegfarenda almennt.
Í blaðinu er viðtal við Árna Sigfússon, fyrrverandi formann FÍB, þar sem hann fer yfir m.a. stofnun FÍB-tryggingar á sínum tímum. Þá kemur fram í umfjöllun að FÍB telur kílómetragjald sé skynsamlegasta gjaldtökuleiðin til að innheimta gjald af bílum og umferð til lengdar.
Þá er í blaðinu viðtal við Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóra Verna. Sem er nýtt tryggingafélag hér á landi og býður upp á nýjungar í bílatryggingum.
Umfjöllun er um olíuverð hér á landi sem rokið hefur upp á þessu ári. Lítri af bensíni er nú hátt í 50 krónum dýrari en byrjun ársins. Þá er vetrardekkjakönnunin á sínum stað sem unnin er upp úr dekkjaprófunum sem félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, vann og stóð straum að.