FÍB félagar vilja draga úr notkun nagladekkja
Flestir, eða 35,9% félagsmanna FÍB vilja draga úr notkun negldra vetrardekkja með því að fólk taki sjálft um það upplýsta ákvörðun á grundvelli upplýsinga um aðra valkosti.
Á heimasíðu FÍB var spurt eftirfarandi spurningar um negld vetrardekk: -Reykjavíkurborg vill draga úr notkun negldra vetrardekkja með skattlagningu vegna þess slits og svifryksmengunar sem þau eru sögð valda. Hvað vilt þú?
Svarmöguleikar voru:
a. Draga úr notkun þeirra með fræðslu um aðra valkosti.
b. Draga úr notkun þeirra með skattlagningu.
c. Leyfa negld vetrardekk til jafns við önnur.
d. Banna notkun þeirra alfarið.
35,9% þeirra sem svöruðu vildu draga úr notkun negldra vetrardekkja með fræðslu um aðra valkosti. 14,1% vildu draga úr notkun þeirra með skattlagningu. 28,8% vildu leyfa notkun negldra dekkja að til jafns við önnur. Og loks vildu 21,3% banna notkun þeirra alfarið.