FÍB fer víða
Félagsmaður sem var á ferðalagi í Króatíu í haust smellti þessari mynd af lítilli verslun sem hann gekk fram á. Hann kom með myndina hingað á skrifstofu FÍB með þeim orðum að hann hefði ekki áður gert sér grein fyrir því hversu hróður félagsins okkar hefði borist víða.
En að öllu gríni slepptu þá viljum við minna félaga í FÍB á það að hafa alltaf með sér félagsskírteinið á ferðalögum erlendis. Gilt félagsskírteini veitir allskonar afslætti og sérkjör á gistingu, verslun og þjónustu, aðgangi að söfnum, skemmtigörðum, bílaleigubílum o.fl. Ef bíllinn bilar eða eitthvað kemur upp á geta félagsmenn snúið sér til systurfélaga FÍB um allan heim og systurfélögin veita þeim sömu aðstoð og hjálp og þau veita sínum eigin félagsmönnum.