FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar
Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, óttast að innheimtukerfi veggjalda verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta sem þegar eru teknir renna til vegagerðar. Allar kostnaðartölur vanti og FÍB hefur að því áhyggjur að þarna sé verið að búa til nýja skatta ofan á þá 80 milljarða skatta sem lagðir eru árlega á bíleigendur.
FÍB óttast að þetta leggist þyngst á þá sem eru hér á suðvesturhorninu. Þetta er þess sem kom m.a. annars fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB, í fréttum Stöðvar 2.
FÍB leggst alfarið gegn vegtollum vegna þess að þar er verið að leggja nýja skatta ofan á háa skatta sem bíleigendur og umferð bera nú þegar. Vegtollar eru sagðir eiga að fara til aukinna vegaframkvæmda. Núverandi skattar á bíleigendur eru aðeins notaðir að hluta í þeim tilgangi.
Af um 80 milljarða króna sköttum sem áætlað er að bílar og umferð skili á næsta ári eiga 29 milljarðar að fara til vegaframkvæmda og vegaþjónustu. Rúmlega 50 milljarðar fara í önnur ríkisútgjöld. Fram hefur komið að vegatollar eigi að skila 10 milljörðum króna til viðbótar á ári. Bílaskattar verða þá komnir í 90 milljarða króna.
Viðtalið við Runólf Ólafsson og umfjöllun um málið má nálgast hér.