Fimm ára ábyrgð á Toyota- og Lexus
Frá 1. janúar 2010 selur Toyota á Íslandi, umboðsaðili Toyota- og Lexusbifreiða alla nýja bíla með 5 ára ábyrgð. 5 ára ábyrgðin er eins og hefðbundin 3 ára verksmiðjuábyrgð Toyota Motor Europe á þeim bílum sem Toyota á Íslandi hefur selt hingað til, en nú bætist 4. og 5. árið við og gildir ábyrgðin allt að 160.000 km akstri.
Fáeinar undantekningar eru á ábyrgðinni á 4. og 5. ári frá því sem viðgengst fyrstu 3 árin þegar um er að ræða búnað sem eðlilegt er að slitni á svo löngum tíma. Þessari auknu ábyrgð fylgir enginn kostnaður fyrir kaupandann.
Eigendum notaðra Toyota- og Lexusbifreiða gefst einnig kostur á að kaupa viðbótarábyrgð á bíla sína sem tekur við þegar 3 ára verksmiðjuábyrgð lýkur. Viðbótarábyrgðin er boðin í samstarfi við Tryggingamiðstöðina og er 2 ára viðbótartrygging með þeim sömu skilmálum og eru tilteknir í 4. og 5. ári fimm ára ábyrgðar Toyota Motor Europe. Frá og með 11. janúar 2010 verður hægt að kaupa 2 ára viðbótarábyrgðina hjá öllum viðurkenndum sölu- og þjónustuaðilum Toyota á Íslandi.
Kaupa má 2 ára viðbótarábyrgð á allar þær Toyota- og Lexusbifreiðar sem fluttar hafa verið inn af Toyota á Íslandi ef ekki eru liðin meira en 4 ár frá söludegi. Þá er ætlast til að bifreiðin hafi farið í gegnum þjónustuskoðanir þær sem tilgreindar eru í þjónustubók bifreiðarinnar. Á myndinni hér til hliðar handsala þeir Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar (t.v.) og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi samninginn um viðbótarábyrgð.
Verð viðbótarábyrgðarinnar er sem hér segir:
Vélastærð (kúbik) |
24 mánaða iðgjald |
Sjálfsábyrgð |
Vátryggingarfjárhæð |
0 – 1700 cc |
65.000.- kr. |
15.000.- kr. |
2.500.000.- kr. |
1701 – 2100 cc |
73.000.- kr. |
20.000.- kr. |
2.700.000.- kr. |
2101 – 2900 cc |
77.000.- kr. |
25.000.- kr. |
3.000.000.- kr |
2901+ cc |
113.000.- kr. |
25.000.- kr. |
3.500.000.- kr. |
Tveggja ára viðbótartryggingin fæst hjá öllum viðurkenndum sölu- og þjónustuaðilum Toyota og Lexus. Sjá nánar á www.toyota.is