Fingrafar í stað bíllykils
Bílaframleiðandinn Hyundai hefur vakið athygli fyrir tækniþróun á ýmsum sviðum. Hyundai gefur ekkert eftir á þessu sviði en nú hefur fyrirtækið þróað tækni, þá fyrstu sinnar tegundir í bílaiðnaði sem gerir bíleigendum kleift að opna og ræsa bíla sína á fingralesara. Santa Fe verður fyrsti bíll Hyundai með búnaðinum og væntanlegur síðar á þessu ári.
Vörn gegn þjófnaði
Bílarnir verða búnir fingrafaraskanna á utanverðum hurðarhúni ökumanns og mælaborði, þar sem start/stopp hnappurinn er núna. Hægt verður að skanna fingraför fleiri en eins aðila, t.d. fjölskyldumeðlima eða starfsmanna á vinnustað, allt eftir atvikum og vali eigandans.
Hyundai hyggst innleiða fleiri valmöguleika í tæknina á næstu misserum og árum, svo sem fyrir stjórnun miðstöðvar, stýrisstöðu og fleira. Einn af mörgum kostum þessarar fingrafaratækni Hyundai er meðal annars hátt öryggisstig gagnvart bílaþjófnuðum.