Fjögurra stjörnu smábílaþríeyki

The image “http://www.fib.is/myndir/Euroncap.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Smábíllinn nýi sem Toyota smíðar undir eigin merki, og líka sem Citroen C1 og Peugeot 107 hlaut fjórar stjörnu af fimm í árekstraprófi EuroNCAP. Niðurstöðunar hafa nú verið birtar á heimasíðunni www.euroncap.com.
Sú einkunn sem þríeykið nær er nokkuð langt frá fyrstu einkunn sem er fimm stjörnur og fremur lág önnur einkunn sem eru viss vonbrigði þar sem um algera nýhönnun er að ræða. Niðurstaðan fleytir bílunum inn í 17. sæti í flokki smábíla sem teknir hafa verið út af EuroNCAP. En svo fyllstu sanngirni sé gætt, þá eru fjórar stjörnur vel viðunandi árangur.
Fyrir vernd fólksins í bílnum hlaut þríeykið 26 stig en til samanburðar hlaut hinn fimm ára gamli Toyota Yaris 29 stig þegar hann gekk í gegn um eldskírnina.
Það er ekki síst við árekstur framaná sem þar vegur þungt hjá þessum nýja smábíl (-bílum) en þar hlaut hann 11 stig af 16, ekki síst vegna þess að loftpúðinn hélt ekki betur en svo að bringa ökumanns skall á stýrið sjálft. Loftpúðarnir tveir í bílnum springa út í einni lotu en ekki tveimur eins og algengast er nú orðið – og þá í takti við hraða bílsins við sjálfan áreksturinn.  
Sömuleiðis er hætta á að hné ökumanns rekist upp undir mælaborðið og fótpedalarnir gangi aftur í bílinn við áreksturinn og af hvorutveggja verður hætta á fótameiðslum ökumanns. Að öðru leyti kom farþegarýmið vel út í prófununum. Það reyndist mjög sterkt og aflagaðist lítið. Það ver því þá sem í bílnum eru almennt vel. Þá stóð bíllinn sig vel í hliðarárekstri og fékk 14 stig af 18 og það án hliðarloftpúða. Hliðarloftpúði verður hins vegar fáanlegur í bílana.
Niðurstöður prófunarinnar í stigum eru eftirfarandi: Framanákeyrsla: 11 stig (69%) Ákeyrsla á hlið: 14 stig (88%) Viðvörunarbjalla v. Öryggisbelta: 1 stig. Samtals 26 stig.  
Öryggi fótgangandi: 14 stig (39%)  Öryggi barna: 36 stig (73%).
Prófunarbíllinn var Citroën C1 1.0. Eigin þyngd hans er 810 kg. Undirvagn og yfirbygging Peugeot 107 og Toyota Aygo er sú sama og prófunarbílsins.
The image “http://www.fib.is/myndir/C1front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Fólksrýmið er sterkt og aflagast lítið. Helstu ágallar eru eins þreps loftpúðar og hætta á fótameiðslum ökumanns.
The image “http://www.fib.is/myndir/C1driver.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.