Fjórar nýjar hraðhleðslustöðvar á Húsavík

Breska fyr­ir­tækið In­sta­Volt hef­ur opnað fjór­ar nýj­ar hraðhleðslu­stöðvar á Húsa­vík og eru hraðhleðslu­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins því orðnar 32 tals­ins víðs veg­ar um land.

Í til­kynn­ingu frá In­sta­Volt seg­ir að fyr­ir­tækið áætli að opna 300 hraðhleðslu­stöðvar á Íslandi á næstu tveim­ur árum. Fyr­ir­tækið hef­ur nú þegar opnað stærsta hraðhleðslug­arð lands­ins, með tutt­ugu hraðhleðslu­stöðvum, á Aðal­torgi í Reykja­nes­bæ sem og hraðhleðslu­stöðvar í Friðheim­um og við Bjarna­búð í Reyk­holti. Þá hef­ur fyr­ir­tækið opnað tvær hraðhleðslu­stöðvar við Hót­el Sigló á Sigluf­irði.

„Húsa­vík er einn vin­sæl­asti ferðamannastaður lands­ins, hvort sem er hjá er­lend­um eða inn­lend­um ferðamönn­um. In­sta­Volt sér mik­il tæki­færi í að opna stöðvar á Norður­landi en það er liður í því að hraðhleðslu­væða Ísland og styðja við áætl­un stjórn­valda um orku­skipti fyr­ir árið 2040,” er haft eft­ir Adri­an Pike, stjórn­ar­for­manni In­sta­Volt, í til­kynn­ing­unni.

In­sta­Volt legg­ur áherslu á auðvelt aðgengi að stöðvun­um þar sem greitt er fyr­ir hleðsluna með greiðslu­korti eða síma. Ekki þarf að nota sér­staka greiðslu­lykla eða app.