Fjórða kynslóð Porsche Cayenne verður 100% rafmögnuð

Fjórða kynslóð af hinum vinsæla sportjeppa Porsche Cayenne verður 100% rafknúin. Prófanir á fyrstu frumgerðunum eru þegar vel á veg komnar. Porsche mun þó einnig halda áfram að þróa og bjóða uppá tengiltvinn- og bensínútfærslur af Cayenne.

Í yfir 20 ár hefur Cayenne verið þekktur fyrir að sameina einkenni Porsche í aksturseiginleikum, framúrskarandi þægindum og mikla getu í torfæruakstri. Nýjar útgáfur sportjeppans munu halda áfram með þessi gildi að leiðarljós og varðveita öll þau einkenni sem eru kunnugleg.

„Cayenne hefur alltaf verið skilgreindur sem sportbílinn í sínum flokki. Á næstu misserum mun fjórða kynslóðin hinsvegar setja alveg ný viðmið fyrir rafknúna jeppa,“ segir Oliver Blume, forstjóri Porsche AG. „Á sama tíma munu viðskiptavinir okkar áfram geta valið úr fjölbreyttu úrvali af öflugum og skilvirkum brunahreyfils- og tvinnbílum.”

Núverandi kynslóð Cayenne, sem fékk í fyrra eina mestu uppfærslu í sögu Porsche, verður áfram þróuð m. Þar mun Porsche leggja áherslu á aflrásir, sérstaklega á að bæta skilvirkni V8 hreyfilsins sem er þróaður og framleiddur í vélaverksmiðju Porsche í Zuffenhausen. Miklar tæknilegar þróanir munu einnig tryggja að tvinn-túrbó hreyfillinn uppfylli væntanleg lög um útblástursviðmið.

Setja ný viðmið í fyrir komandi kynslóðir sportjeppa

Porsche stefnir á öra rafvæðingu. „Vöruþróun okkar gæti gert okkur kleift að gera 80 prósent af bílum okkar rafvæddum árið 2030” segir Blume. Fjórðu kynslóð hins vinsæla Cayenne er þannig ætlað að styðja verulega við uppbyggingu rafvæðingar vörulínu Porsche.

Rafknúni lúxusjeppinn byggir á umfangsmikilli þróun með 800 volta uppbyggingu.
“Við ætlum að nýta möguleika rafvæðingar til að taka Cayenne á alveg nýtt stig á margvíslegan hátt til dæmis í aksturseiginleikum,” segir Michael Steiner, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Porsche. Ásamt aksturseiginleikum Porsche er meðal annars verið að þróa hleðsluhraða og skilvirkni, ásamt háu stigi þæginda og notagildis í daglegu lífi.