Fjórði hver norskur bíll er rafknúinn
Af um 2,8 milljónum fólksbíla á norskum vegum er fjórðungur nú rafknúinn. Það gerir Noreg einstakt í heimssamhengi. Ekkert land í heiminum er með jafn hátt hlutfall rafknúinna ökutækja. Alls eru rafbílar um 715.000, aðeins fimmtíu þúsund færri en skráðir bensínbílar í Noregi.
,,Þetta er áfangi í norskri bílasögu og undirstrikar hve hraðinn er í rafvæðingu bílaflotans. Noregur er leiðandi í heiminum í hlutfalli rafbíla, enginn annar kemur nálægt því. Sú breyting sem við höfum séð undanfarin ár hefði aldrei orðið án hvata og skatta sem hafa hraðað þróuninni,” segir Øyvind Solberg Thorsen forstöðumaður hjá upplýsingaráði umferðar í Noregi.
Óttast að skattabreytingar hafi áhrif á sölu
,,Markmið yfirvalda er að allir nýir fólksbílar verði að vera útblásturslausir bílar frá 2025. Líklega munu þau markmið ekki náðst. Það er þeim mun mikilvægara að yfirvöld fari varlega í að snerta rafbílahvatann sem við höfum enn,” segir Solberg Thorsen.
Hann óttast að ef stjórnvöld taki upp hærri skatta og lægri færslu virðisaukaskatts á rafbíla muni það draga enn frekar úr sölu rafbíla. Reglur dagsins í dag gefa virðisaukaskatt af upphæð yfir 500.000 norskar krónur við kaup á rafbíl.
Thorsen segir auk þess hefur aðgengi að akreinum almenningssamgangna nýlega verið afnumið á Oslóarsvæðinu, veggjaldaafsláttur hefur verið stórminnkaður og ekki eru mörg sveitarfélög enn með ókeypis bílastæði fyrir rafbíla.
Fáum hefði dottið í hug að þróunin myndi ganga svona
Thorsen segir að fáum hefði dottið í hug að þróunin myndi ganga svona hratt fyrir sig. Ekki heldur að um ein milljón bensínbíla hafa horfið frá árinu 2000. Þannig að núna eru næstum jafn margir rafbílar og bensínbílar.
Hvað varðar fólksbíla með dísilvélum, sem að því er virðist hafa verið "ívilnaðir" með skattabreytingum árið 2007, þá fjölgaði þeim hratt: Úr rúmlega þrjú hundruð þúsund árið 2005 í rúmlega 1,2 milljónir árið 2020. Nú fer dísilbílum fækkandi tiltölulega fljótt og í dag eru til rúmlega milljón slíkra fólksbíla í Noregi
Norski bílaflotinn hefur tekið miklum breytingum á síðustu tuttugu árum og vöxtur rafbíla hefur hraðað verulega. Nú er fjórði hver fólksbíll rafbíll.