Fleiri rafbílar en bensínbílar í norska bílaflotanum
Í fyrsta sinn eru fleiri rafbílar en hreinir bensínbílar í norska bílaflotanum, segir í fréttatilkynningu frá norska umferðaráðinu (OFV). Fjöldi rafbíla í norska fólksbílaflotanum hefur tekið framúr bensínbílum. Á sama tíma eru innan við ein milljón dísilbíla á norskum vegum í fyrsta skipti síðan 2011.
Samkvæmt tölum frá norska umferðaráðinu kemur fram af 2,8 milljónum skráðra fólksbíla í Noregi þann 16. september 2023 eru skráðir 754.303 rafbílar og 753.905 bensínbílar.
Þetta eru sannarlega tímamót sem fáir sáu verða að veruleika fyrir tíu árum. Rafvæðing fólksbílaflotans er í miklum vexti og Noregur tekur hröðum skrefum í átt að því að verða fyrsta landið í heiminum með fólksbílaflota sem einkennist af rafbílum, segir forstjóri OFV, Øyvind Solberg Thorsen.
Thorsen leggur áherslu á að enn taki tíma þar til rafbílar ráða yfir bílaflotanum þar sem hátt í ein milljón dísilbíla sé á veginum. Alls eru dísilbílar 34,8 prósent af norska bílaflotanum. Auk hreinna bensínbíla eru tæplega 210.000 tengitvinnbílar og um 156.000 tvinnbílar í fólksbílaflotanum.
Øyvind Solberg Thorsen telur nokkrar ástæður fyrir því að nú séu fleiri rafbílar en bensínbílar á norskum vegum. Norska umferðaráðið áætlar að norski bílaflotinn muni stækka úr 2,8 milljónum bíla í dag í um 3,1 milljón árið 2030.
Bensínbílum hefur fækkað um eina milljón á síðustu 20 árum og hefur þeim að mestu verið skipt út fyrir rafbíla. Thorsen telur að sama þróun verði með dísilbíla en það muni taka nokkurn tíma þar sem þeir verði ein mílljón. Þess má geta að árið 2017 þegar dísilbifreiðar voru 1,2 milljónir á götum í Noregi hefur þeim fækkað um 280 þúsund.