Flest og fæst hestöfl fyrir peningana
Mörgum finnst skemmtilegt og eftirsóknarvert að aka kraftmiklum bílum, bílum sem eru fljótir að komast á skrið og aldrei skortir afl. Kannski er þessi draumur ekki svo fjarlægur þegar á allt er litið. Hestaflið í mörgum fjöldaframleiddum bílum er hreint ekki eins dýrt og ætla mætti og ódýrast er það í bandarískum bílum um þessar mundir. Hvert hestafl er hins vegar rúmlega sexfalt dýrara í litlu rafbílunum Mitsubishi iMIEW og afleggjurum hans Peugeot iON og Citroen C-Zero.
Samkvæmt nýrri sænskri samantekt um nýja bíla er hestaflið ódýrast í Chevrolet Camaro. Camaro er 432 hestöfl og bíllinn kostar 6.711.000 íslenskra krónur þar í landi. Það þýðir að hestaflið í bílnum leggur sig á 15.535 ísl. krónur. Dýrast er hestaflið í rafmagnsbílnum Peugeot iOn. Hann kostar 6.444.400 ísl. kr. og er 67 hestöfl þannig að hestaflið í honum kostar 96.790 ísl kr.Allar verðtölur miðast við hvað bílarnir kosta í Svíþjóð í ísl. krónum.
En að frátöldum fyrrnefndum rafbílum þá eru hestöflin mjög dýr í flestum evrópsku tryllitækjunum. Dýrust eru þau í Aston Martin sportbílunum, Ferrari og Mercedes AMG,
Flest hestöfl innifalin í bílverðinu
Tegund-gerð |
Verð |
Afl |
Hestaflsverð |
6.711.000 kr. |
432 hö. |
15.535 kr. |
|
4.858.000 kr. |
284 hö. |
17.106 kr. |
|
6.140.000 kr. |
347 hö. |
17.700 kr. |
|
1.600.000 kr. |
90 hö. |
17.800 kr. |
|
3.291.000 kr. |
182 hö. |
18.100 kr. |
|
2.081.000 kr. |
115 hö. |
18.200 kr. |
|
5.251.000 kr. |
280 hö. |
18.750 kr. |
|
3.569.000 kr. |
190 hö. |
18.800 kr. |
|
5.338.000 kr. |
280 hö. |
19.100 kr. |
|
4.982.000 kr. |
260 hö. |
19.200 kr. |
Fæst hestöfl innifalin í bílverðinu
Peugeot iON. |
Tegund-gerð |
Verð |
Afl |
Hestaflsverð |
6.444.400 kr. |
67 hö. |
96.190 kr. |
|
5.160.000 kr. |
67 hö. |
77.000 kr |
|
5.160.200 kr. |
67 hö. |
77.000 kr. |
|
38.350.000 kr. |
517 hö. |
74.200 kr. |
|
35.000.000 kr. |
477 hö. |
73.400 kr. |
|
6.760.000 kr. |
98 hö. |
69.000 kr. |
|
41.274.000 kr. |
660 hö. |
62.540 kr. |
|
35.600.000 kr. |
571 hkö. |
62.350 kr. |
|
30.194.000 kr. |
497 hkö. |
60.750 kr. |
|
29.217.000 kr. |
490 hö. |
59.630 kr. |