Flest og fæst hestöfl fyrir peningana

Mörgum finnst skemmtilegt og eftirsóknarvert að aka kraftmiklum bílum, bílum sem eru fljótir að komast á skrið og aldrei skortir afl. Kannski er þessi draumur ekki svo fjarlægur þegar á allt er litið. Hestaflið í mörgum fjöldaframleiddum bílum er hreint ekki eins dýrt og ætla mætti og ódýrast er það í bandarískum bílum um þessar mundir. Hvert hestafl er hins vegar rúmlega sexfalt dýrara í litlu rafbílunum Mitsubishi iMIEW og afleggjurum hans Peugeot iON og  Citroen C-Zero.

Samkvæmt nýrri sænskri samantekt um nýja bíla er hestaflið ódýrast í Chevrolet Camaro. Camaro er 432 hestöfl og bíllinn kostar 6.711.000 íslenskra krónur þar í landi. Það þýðir að hestaflið í bílnum leggur sig á 15.535 ísl. krónur. Dýrast er hestaflið í rafmagnsbílnum Peugeot iOn. Hann kostar 6.444.400 ísl. kr. og er 67 hestöfl þannig að hestaflið í honum kostar 96.790 ísl kr.Allar verðtölur miðast við hvað bílarnir kosta í Svíþjóð í ísl. krónum.

En að frátöldum fyrrnefndum rafbílum þá eru hestöflin mjög dýr í flestum evrópsku tryllitækjunum. Dýrust eru þau í Aston Martin sportbílunum, Ferrari og  Mercedes AMG,

Flest hestöfl innifalin í bílverðinu
 

Tegund-gerð

Verð

Afl

Hestaflsverð

Chevrolet Camaro

6.711.000 kr.

432 hö.

15.535 kr.

Jeep Wrangler

4.858.000 kr.

284 hö.

17.106 kr.

Hyundai Genesis

6.140.000 kr.

347 hö.

17.700 kr.

Dacia Sandero

1.600.000 kr.

90 hö.

17.800 kr.

Ford Fiesta ST

3.291.000 kr.

182 hö.

18.100 kr.

Dacia Lodgy

2.081.000 kr.

115 hö.

18.200 kr.

Fiat Freemont

5.251.000 kr.

280 hö.

18.750 kr.

Nissan Juke

3.569.000 kr.

190 hö.

18.800 kr.

Opel Astra OPC

5.338.000 kr.

280 hö.

19.100 kr.

Mazda 3 MPS

4.982.000 kr.

260 hö.

19.200 kr.

 Fæst hestöfl innifalin í bílverðinu   


http://www.fib.is/myndir/Peugeot_ion.jpg
Peugeot iON.

 

 

 

 

Tegund-gerð

Verð

Afl

Hestaflsverð

Peugeot iOn

6.444.400 kr.

67 hö.

96.190 kr.

Mitsubishi i-MiEV

5.160.000 kr.

67 hö.

77.000 kr

Citroën C-Zero

5.160.200 kr.

67 hö.

77.000 kr.

Aston Martin DBS

38.350.000 kr.

517 hö.

74.200 kr.

Aston Martin Rapide

35.000.000 kr.

477 hö.

73.400 kr.

Aston Martin Cygnet

6.760.000 kr.

98 hö.

69.000 kr.

Ferrari FF

41.274.000 kr.

660 hö.

62.540 kr.

Mercedes SLS AMG

35.600.000 kr.

571 hkö.

62.350 kr.

Aston Martin Virage

30.194.000 kr.

497 hkö.

60.750 kr.

Ferrari California

29.217.000 kr.

490 hö.

59.630 kr.