Flestar nýskráningar í Tesla
Það sem af er árinu eru flestar nýskráningar í Tesla. Toyota hefur lengstum verið í efsta sætinu en Tesla hefur nú sigið framúr. Nýskráningar í Tesla eru alls 2.594 en í Toyota 2.566. Hlutfall Tesla á markaðnum er 17,01% en Toyota 16,83%. Kia er í þriðja sæti með 1.823 nýskráningar sem er um 11,96% hlutfall. Þessar þrjár bílategundir skera sig nokkuð úr.
Þegar tölur eru nánar skoðaðar er nýskráningar það sem af er nóvember 221 í Tesla sem er um helmingur allra nýskráninga í þessum mánuði. Nýskráningar í í nóvember eru 35. Það sem af er árinu eru nýskráningar alls orðnar 15.248 en voru á sama tímabili í fyrra 14.339. Akukningin nemur um 6,3%.
Rafmagnsbílar eru í efsta sætinu með 6.847 nýskráningar þegar tæplega tíu og hálfur mánuður er liðin af árinu. Hybrid-bílar eru í öðru sæti með 2.797 nýskráningar og dísil-bílar í þriðja sætinu með 2.167 bíla. Bensín-bílar eru alls 1.793 og tengiltvinnbílar eru með 1.640 nýskráningar í fimmta sætinu.