Flugvél og bíll samtímis

Ungir fullhugar sem flestir eru flugmenn og flugvélaverkfræðingar útskrifaðir MIT tækniháskólanum í Boston, hafa stofnað fyrirtækið Terrafugia sem er til heimilis ekki langt frá Boston, í því skyni að hanna og síðar framleiða farartæki sem í senn er bíll og flugvél.

http://www.fib.is/myndir/Flugbill3.jpg

Flugbíllinn á lofti ásamt venjulegri smáflugvél. sem er til hægri á myndinni.

 

 

 Á heimasíðu Terrafugia eru ljósmyndir og kvikmyndir af farartækinu og ekki verður betur séð en það fljúgi þokkalega en um aksturseiginleika þess sem bíls er ekki mikið fjallað.

 Þegar farartækið er notað sem bifreið eru vængirnir samanbrotnir og standa upp með hliðunum. Þegar ekið er um á jörðu niðri er tækinu stýrt með hefðbundnum stjórntækjum en í flugi er stjórnstöng  notuð og af einu vídóinu sést ekki betur en að stýrið sé bundið fast með kaðli. Þegar til stendur að fara á loft eru vængirnir breiddir út , loftskrúfan sett af stað og tekið á loft eins og í venjulegri flugvél.