Flýtigjöld er rangnefni á vegatollum
Fyrirhuguðum vegatollum á höfuðborgarsvæðinu er ekki ætlað sérstaklega að flýta fyrir umferð, þó að þeir séu kallaðir flýtigjöld.
Vegatollunum er fyrst og fremst ætlað að fjármagna forgangskerfi almenningsvagna – strætó og borgarlínu – til að fá fleiri til að nýta þann samgöngumáta. Forgangur almenningsvagna í umferðinni tefur fyrir umferð einkabíla sem aftur á móti greiða vegatollinn.
Því er rétt að tala um tafagjöld fremur en flýtigjöld.