Fögnum ákvörðuninni að vinna frumvarpið betur

Ekk­ert verður af því að frum­varp til laga um kíló­metra­gjald af öku­tækj­um verði að lög­um fyr­ir ára­mót eins og stefnt hafði verið að. Þetta kem­ur fram í nefndaráliti meiri­hluta efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar um breyt­ingu á ýms­um lög­um vegna fjár­laga fyr­ir árið. Þörf sé á frekari greiningu á áhrifum frumvarpsins og auknu samráði.

Frumvarpið var lagt fram til vega upp tekjutapi ríkisins vegna rafvæðingar bílaflota landsmanna. Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gangnrýndi frumvarpið meðan það var til uppfjöllunar á Alþingi.

Seg­ir í áliti meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar að rétt sé að hækka önn­ur gjöld í sam­ræmi við verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans í þessu ljósi. Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt á það áherslu að málið færi í gegn fyr­ir þinglok en nú virðist útséð um það.

Ná sáttum við þær aðferðir sem verða notaðar til að leggja kílómetragjald á ökutæki

,,Við fögnum því að það sé ákveðið að vinna þetta frumvarp betur þó að við þurfum að bíða í eitt ár. Það er mikilvægt að ná sáttum við þær aðferðir sem verða notaðar til að leggja kílómetragjald á ökutæki. Það er afar mikilvægt að vinna þetta mál betur og gera það þannig úr garði að sem flestir aðilar séu sáttir, uni vel við, og meðtaki breytingarnar. Þetta hefði annars farið í ósátt margra aðila og það er ekki gott að hefja svona miklar breytingar á skattaumhverfinu með þeim hætti,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir að þar sem ekki er áformað að frum­varp til laga um kíló­metra­gjald af öku­tækj­um verði að lög­um fyr­ir ára­mót legg­ur meiri hlut­inn til að kol­efn­is­gjald, ol­íu­gjald, al­mennt og sér­stakt kíló­metra­gjald og al­mennt og sér­stakt bens­íngjald hækki um 2,5% í sam­ræmi við verðbólgu­mark­mið Seðlabanka Íslands.

FÍB hvatti til þess að frumvarpi til laga um kílómetragjald yrði frestað um eitt ár

Í umsögn FÍB um frumvarpið var gagnrýnt að fá tækifæri hafi gefist til að fjalla um frumvarpið sem lagt er fram án tilheyrandi samráðs og þvert á samþykktir um hæfilegan frest til umsagnar um stjórnarfrumvörp. Nú í upphafi vetrar eru mjög sérstakar aðstæður í samfélaginu vegna nýlegra stjórnarslita og boðaðra þingkosninga 30. nóvember nk.

FÍB taldi allt of mikinn asa á mögulegri innleiðingu jafn viðamikilla breytinga á skattlagningu ökutækja eins og kílómetragjaldið er. Félagið hvatti því Alþingi til að taka málið af dagskrá núverandi haustþings og gefa svigrúm í eitt ár til þess að vanda betur til verka og tryggja eðlileg lýðræðisleg vinnubrögð. Markmiðið væri þá að innleiða breytingar með nýjum lögum þann 1. janúar 2026.