Fokvondur hundur étur bíl

Bretinn og byggingameistarinn Royston Grimstead hefur losað sig við kjölturakka sinn eftir að sá síðarnefndi nagaði og át stóran hluta frambrettanna á rándýrum Aston Martin DB9 Volante sportbíl eigandans.

Skemmdirnar sem hundurinn olli á bílnum eru metnar á þrjú þúsund pund eða hátt í 570 þúsund ísl. kr. Óskemmdur var bíllinn metinn á 80 þúsund pund eða um 15,1 milljón ísl. kr. Breskir fjölmiðlar greina frá þessum atburðum í morgun.

http://www.fib.is/myndir/Royston-Grimstead.jpg
Royston Grimstead við stórskemmdan
bílinn.Á neðri myndinni er sökudólg-
urinn, tíkin Luce.
http://www.fib.is/myndir/Royston-hundur.jpg

Royston Grimstead brá í brún í gærmorgun þegar hann kom heim frá vinnu og sá að hundurinn, sem er tík og bordercollie / spaniel blendingur, var búinn að naga og éta frambrettakanta bílsins dýrmæta, en brettin eru úr trefjaplasti. Bíllinn var óskemmdur um morguninn þegar eigandinn fór af stað til vinnu. Grimstead telur að tíkin, sem heitir Luce, hafi beðið þess að húsbóndi sinn væri örugglega farinn og þá byrjað á átinu.

Grimstead telur að þetta hafi verið þaulhugsuð áætlun tíkarinnar sem hafi haft veður af því að hann hyggðist losa sig við hana vegna þess hve illa henni lynti við hinn heimilishundinn. Tíkin hafi semsé snúist gegn sér og ákveðið að hefna sín rækilega. „Hún hlýtur að hafa heyrt mig nefna að ég vildi losna við hana, því að hún hefur aldrei áður nagað eða skemmt nokkurn skapaðan hlut þau þrjú ár sem hún hefur verið á heimilinu,“ segir hunda- og bíleigandinn við Daily Mirror.