Ford fækkar störfum í endurskipulagningu fyrirtækisins
Endurskipulagning blasir við hjá Ford en nú er stefnt að því að fækka störfum í Bandaríkjunum um 1400 fyrir lok þess árs. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þetta ekki eingöngu tengjast Covid 19 og minni bílasölu heldur liggi að baki ákvörðun sem fyrirtækið hefði staðið frammi fyrir í nokkur ár. Reynt verði að komast hjá beinum uppsögnum heldur verði ekki ráðið í störf þeirra sem láta af störfum vegna aldurs.
,,Uppstokkun stendur fyrir dyrum og við ætlum að gera Ford hæfara til að takast á við erfiðleika og vinna um leið að framgangi fyrirtækisins um allan heim. Við ætlum að laga sterfsemina að breyttum aðstæðum og gera okkur enn sterkari,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Stefnt var að 10% framlegð á þessu ári en korónuveirufaraldurinn breytti öllum fersendum.
Á síðasta ári fækkaði starfsmönnum Ford um sjö þúsund á heimsvísu. Endurskipulagning blasir við í Kína og suður-Ameríku og forstjóraskipti verða 1. október þegar Jim Farley tekur við af Jim Hackett.