Ford fækkar störfum í Evrópu
Bílaframleiðandinn Ford ætlar að fækka á fjórða þúsundum störfum í Evrópu á næstunni. Talið er að þessi niðurskurður komi harðast niður á störf í Þýskalandi og hafa þýsk stéttarfélög mótmælt þessum áformum harðlega. Ljóst er samt að einhver þróunarvinna muni flytjast frá Evrópu yfir til Bandaríkjanna.
Stéttarfélög í Þýskalandi heita aðgerðum sem myndu trufla bílaframleiðandann um alla álfuna ef niðurskurðurinn gengur eftir.
Ford segir í yfirlýsingu að aðdráttur til framleiðslu fyrir rafbíla og áætlaður samdráttur í hagkerfum Bandaríkjanna og Evrópu sé megin ástæða þess að bílaframleiðendur þurfi að draga úr útgjöldum. Sérfræðigar segja að verðstríð rafbíla sem Tesla hóf fyrr í þessum mánuði hafi ennfremur aukið á þann þrýsting.